Xtar X2 hleðslutæki
Xtar X2 hleðslutæki
Xtar X2 hleðslutæki
Xtar X2 hleðslutæki

Xtar X2 hleðslutæki

Fullt verð 4,900 kr Sparaðu 0 kr

Xtar hleðslutækin eru talin vera ein bestu hleðslutækin á markaðinum í dag. Stútfull af öryggisfítusum og hætta hleðslu um leið og batteríið er klárt.
ATH! Þótt hleðslutækið hætti hleðslu eftir að batterí hefur náð fullri hleðslu skal aldrei skilja batterí eftir í dokku til lengri tíma eða yfir nótt

X2 hleðslutækið er eitt af nýjustu hleðslutækjonum frá Xtar. Þetta hleðslutæki gerist ekki mikið í einfaldara notkun og henntar því öllum þeim sem eiga hleðslubatterí. Hleðslutækið sér um allar stillingar fyrir þig svo ekki þarf að læra mikið á tækið til að geta byrjað strax að nota það. Hleðslutækið bíður upp á 3 mismunandi hleðsluleiðir, þær eru: 0.5 Amper / 1.0 Amper / 2.0 Amper.
(Leiðbeiningar fyrir hleðsluleiðir eru hér fyrir neðan).

Til að nota 0.5 Amper hleðsluleiðina skal tengja hleðslutækið með USB við veggtengi sem er með minni output straum en 1 Amper. Hægt er að hlaða 1 eða 2 batterí á 0.5 Amper straumnum.
Til að nota 1 Amper hleðsluleiðina er bæði hægt að styðjast við micro USB tengið á hleðslutækinu eða AC tengið. Hleðslutækið verður að vera tengt með AC snúrunni beint í vegg eða með micro USB snúrunni í hleðslukubb sem er meiri output straum en 1.5 Amper. Viljiru hlaða bara eitt batterí á 1 Amper straum verðuru að setja það í hægra magasínið á hleðslutækinu.
Til að nota 2 Amper hleðsluleiðina er aðeins í boði að hlaða 1 batterí í senn. Batteríið verður að fara í vinstra magasínið á hleðslutækinu til að virkja 2 Amper strauminn. Hleðslutækið verður að vera tengt með AC snúrunni beint í vegg eða með micro USB snúrunni í hleðslukubb sem er meiri output straum en 1.5 Amper viljiru styðjast við 2 Amper hleðsluleiðina.
Skjárinn á hleðslutækinu sýnir þér allar þær helstu upplýsingar sem þú þarft að vita á meðan hleðslu stendur, hversu mörg Amper er verið að nota, mAh fjölda sem búið er að hlaða inn á batteríið og prósentu hleðslu.

Nánari upplýsingar um Xtar X2 Hleðslutækið. 

 • Framleiðandi: Xtar
 • Gerð: X2
 • Týpa: Hleðsludokka
 • Amper Kraftur:  0,5A – 1,0A – 2,0A
 • Tenging við rafmagn: Veggstraumbreytir (Fylgir)
 • Fjöldi battería sem hægt er að hlaða í senn: 2stk
 • Stærð:  7.4 x 13.4 x 3.2 cm
 • Þyngd: 118g
 • Skjár: Já (LCD skjár sem sýnir stöðu battería og Amper kraft)
 • Tekur Eftirfarandi stærðir:
  3.6/3.7 Li-ion / IMR / INR / ICR:14500, 14650, 16340, 17335, 17500, 17670, 18350, 18490, 18500, 18650, 18700, 20700, 21700, 22650, 25500, 26650.
  Ni-MH/Ni-CD: AAAA, AAA, AA, A, SC, C, D
  (ATH: Svokölluð button top 20700/21700 batterí passa ekki í þetta hleðslutæki)

Pakkinn inniheldur: 

 • 1x Xtar X2 hleðsludokka
 • 1x Straumbreytir í vegg með rafmagnssúru (EU)
 • 1x Notendahandabók
 • 1x Ábyrgðarskírteini