0
Hlutir Magn Verð

Fróðleikur

Hér er að finna mikilvægar upplýsingar fyrir notendur sem við mælum með að lesa vel áður en farið er útí að nota gufupenna/rafrettur og vökva.

Hvað er rafretta?
Rafretta er einnig þekkt sem rafmagns sígaretta, gufupenni eða Veipa/Veipur. Hún er uppbyggð af rafhlöðu sem skrúfast við bragðtank sem inniheldur coil (hitara). Þegar ýtt er á rofa á rafhlöðunni þá hitnar coilið sem þá hitar upp vökva sem er í tanknum og myndar þá gufu sem andað er að sér.
Nokkrar útfærslur eru til af þessum búnaði en vinsælustu útfærslurnar innihalda endurhlaðanlega rafhlöðu og áfyllanlegan tank þar sem hægt er að skipta um coilin þegar þau klárast.
Hægt er að fá rafhlöður í öllum stærðum og gerðum ásamt því að hægt er að fá tanka í öllum stærðum og gerðum líka.

Rafrettur hafa hjálpað ótalfólki útum allan heim til þess að hætta að reykja og hætta annari tóbaksnotkun! 

 

Hvernig á að hlaða batterýin?
Sum batterý/mods eru með micro-usb innstungu sem þú getur tengt usb/micro usb snúru beint úr tölvunni í batterýið meðan þú ert að nota græjuna. Önnur þarf að skrúfa frá tanknum og skrúfa í sérstakt hleðslutæki sem fylgir oftast rafhlöðunum.
ATH - Mikilvægt er að passa að ofhlaða ekki rafhlöðurnar, ekki skilja þær eftir í hleðslu þegar farið er úr húsi eða yfir nóttu!
ATH - EKKI nota símahleðslutæki eða önnur hleðslutæki en þau sem koma með rafhlöðunni þinni! Lang öruggast er að hlaða útfrá USB porti á tölvu með þeim hleðslutækjum sem fylgja!

ATH - Ef þú vilt nota vegg straumbreyti til þess að hlaða rafrettuna þína þá er góð regla að vera aldrei með öflugari straumbreyti heldur en 1A/1000mA ( Amper / Milliamper ) - Það er því ekki æskilegt að nota t.d. hleðslukubba sem fylgja símum og öðrum græjum þar sem þeir eru oftast hærri en 1A og geta skemmt rafhlöðuna mjög fljótt.

 

Hvernig á að fylla á tankinn?
Það er mjög mismunandi milli tanka hvernig skal filla á hann. eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir algengustu gerðir tanka.
Tankur á ego pennum og aðrir tankar sem fylltir eru að neðanverðu:
1. Skrúfa tankinn af batterýinu/modinu
2. Skrúfa neðri partinn sem hefur að geyma coilið af tanknum, passa að snúa tank á hvolfi þegar þetta er gert.
3. Hrista vökvann áður en hann er settur í tankinn
4. Hella vökvanum utaní innri hlið tanksins og passa að enginn vökvi renni ofaní miðjurörið.
5. Passa vel að hella ekki of miklum vökva á, oftast er að finna MAX strik á gleri tanksins
6. skrúfa neðri partinn sem hefur að geyma coilið aftur á tankinn þéttingsfast. Ekki herða of mikið!! Þegar botninn hættir að skrúfast og virðist vera alveg þéttur þá er þetta komið. alls ekki ofherða því þá byrjar tankur að leka.
7. Skrúfa tank aftur á batterýið
8. Ef það var einnig veriða ð skipta um coil þá þarf að leyfa þessu svo að standa í u.þ.b 5-10 mínutur svo að bómullinn í coilinu nái að blotna nógu vel áður en hún er notuð. Annars er hætt við að þú fáir brunabragð. 

Tankar sem fylltir eru að ofanverðu: 
1. Skrúfa toppinn af tankinum
2. Hrista vökvann áður en hann er settur í tankinn
3. Hella vökva niður með hliðum, passa að fari ekki ofaní miðju rörið.
4. Vökvinn fer annaðhvort upp að max línu á tank eða nærri efri glerbrún, gott er að skilja eftir 1-2 mm, s.s. ekki fylla alveg í topp
5. lok skrúfað á aftur.

 

Hvernig á að þrífa tankinn?
Til þess að þrífa tankinn þá er hann tekinn í sundur eins og hægt er,  það er mjög mismunandi milli tanka hversu mikið er hægt að taka þá í sundur.
Allir íhlutir eru síðan skolaðir með volgu vatni og látnir þorna áður en þeir eru skrúfaðir aftur saman.
Gott er að þrífa tankinn reglulega. Sumir þrífa hann jafnvel þegar verið er að skipta um vökva en það er þó smekksatriði. Oft er ekkert verra að blanda vökvum aðeins saman og fá ýmsar skemmtilegar bragð útfærslur.
Ath að ekki er mælt með að þrífa coil en það er þó hægt í sumum tilfellum.

 

Tankurinn minn lekur, hvað get ég gert?
Allir tanar geta átt séns á því að leka eða smita.
Ef um smit er að ræða er það oftast lítið sem fólk gerir í því en ef hann lekur þá geta eftirfarandi atriði verið að valda því:
*Lélegt, gallað eða ónýtt coil 
**Lausn: Skipta um coil
*Lélegir eða slitnir þéttihringir eða þá vantar
**Lausn: Skipta um þéttihring, þeir fylgja oftast auka með græju og tönkum en ef ekki skal heyra í næstu vape búð við þig og sjá hvort hringur sé til hjá þeim - ATH að alls ekki bæta við þéttihringjum þar sem þeir eiga ekki að vera
*Skekkja í tank eftir t.d. fall eða hnjask
**Lausn: Í sumum tilfellum er hægt að laga þetta með því að smella tank rétt saman aftur, en oft er ekki hægt að gera við skekkju og þarf þá að fá nýjann tank
*Framleiðslugalli í tank
**Lausn: Skipta um tank - Tankar eru vanalega ekki í framleiðsluábyrgð hjá framleiðanda og er það því matsatriði í hverju máli fyrir sig hvort vape búðir skipti út tank eða ekki vegna leka.

 

Ég fæ vökva uppí munninn þegar ég dreg að mér, hvað er að?
Það getur komið fyrir að smá vökvi sleppi framhjá þéttingum og inní miðjurörið og þá uppí munn og er það mjög óþolandi.
Passa skal vel að þegar fyllt er á tankinn að enginn vökvi fari ofaní miðjurörið á tankinum. Ef það gerist þegar þú fyllir á þá getur þú losnað við vökvann með þvi að t.d. vefja upp tissjú eða nota eyrnapinna og þurrka innan úr rörinu. 

 

Hvað er coil/hitari?Coil er alþjóðlegt orð sem hefur verið þýtt yfir á nokkur íslensk orð, sem dæmi má nefna Brennari, Hitari, Element, Spírall og fl. 
Coil er búnaður sem samanstendur af sérstökum vírum sem vafnir eru á sérstakan hátt utanum bómul. Bómullinn sýgur í sig vökvann og þegar þú ýtir á takkann á græjunni þinni þá hleypir þú straum inná vírinn í coilinu sem hitnar og breytir vökvanum sem er í bómulinum upp við vírinn í gufu sem þú síðar andar að þér. 
Coil eru af ýmsum gerðum og er einnig hægt að smíða sín eigin í marga tanka ef þekkingin er fyrir hendi. 
Coil eru mæld með viðnámi (Ohm) og fer það allt eftir því hvernig battery eða mod þú ert með hvað það ræður við mikið viðnám.
Coils passa oftast ekki á milli framleiðanda á tönkum. Vertu viss um hvaða coil þú þarft fyrir þínar græjur.
Ef þú ert ekki viss þá skalt þú ekki hika við að spyrja okkur!

 

Hver er líftími á coili?
Líftími á coili er mismunandi eftir notkun og gerð. Að meðaltali er hvert coil að endast í um 1-3 vikur hjá meðal notanda.

 

Hvernig lengi ég líftímann á coilinu?
Hægt er að fá aðeins lengri líftíma á coili með því að passa uppá að hafa ekki of sterkann straum miðað við hvað coilið er byggt fyrir, nota vökva með réttu PG/VG ratio miðað við hvernig coil þú ert með.
Einnig geta mjög sætir vökvar skemmt coil fyrr en það er þó mismunandi milli framleiðanda hvernig sæta fer ílla í hvaða coil.

 

Hversu mikið viðnám á að notast við?
Það er mismunandi eftir því hvernig græjur þú ert með og hverju þú leitast eftir.
Venjuleg Ego/Evod batterý eru oftast faststillt á um 4-4.2 V og miðast útfrá því að notast er við um 1,6-2,4 ohm coils að jafnaði.
Ef þú ættlar útí sub-ohm þá þarft þú að notast við öflugari batterý og þá er miðað við 0,3-1,0 ohm - ekki er mælst með að fara neðar en 0,3 ohm nema þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera.
Ekki er gott að stilla moda á of há Volt / Wött ef notast er við venjuleg coils eins og t.d. 1,8 ohm því þá brenna coilin upp alltof hratt, jafnvel strax.

 

Hvað er bragðtankur?
Tankur er sá partur af rafrettuni sem geymir vökvann. Þeir koma í öllum stærðum og gerðum og ber þar að nefna til dæmis clearomizera, atomizera, sub-ohm tanka og drippera.
Í byrjendapökkum eru oftst clearomizerar eða atomizerar sem er einfaldasta útfærslan af tönkum. 
Sub-ohm er síðan fyrir lengra komna og er þá verið að tala um tanka sem hægt er að setja coils í sem eru með lægra viðnám en 1.0 Ohm og þurfa þar af leiðandi sérstök batterý/mods til þess að keyra upp þau coils. Þeir halda einnig oftar en ekki meiri vökvamagni heldur en venjulegir tankar en fara líka hraðar með vökvann þar sem þeir gefa frá sér mikið meiri gufu.
Dripperar eru kanski ekki beint tankar þar sem þeir eru ekki með neytt geymslupláss fyrir vökva að ráði. Þá dropar fólk vökvanum beint ofaná coilið og tekur síðan púffa.

 

Hver er munurinn á batterý og mod?
Hægt er að fá batterý og svokölluð mods í ýmsum útfærslum. t.d. ego style, evod, VV (Variable voltage) VW (Variable woltage) og fl.
Oftast byrja nýjir vapers (gufarar) á venjulegum ego/evod batterýum sem koma oftast í startpökkum með clearomizer.
Mods er notað til þess að geta stjórnað Voltum og Wöttum til þess að geta frekar leikið sér með Sub-ohm og er vinsælt meðal reyndari einstaklinga og svokallaðra cloud chasers sem sækjast eftir því að búa til hvað mestu gufuskýin.
Batterý og mods koma í ýmsum styrkleikum sem mælist í mAh (milliamper stundum) og er algengast að venjuleg ego/evod batterý séu um 650 - 1500 Mah en Mods eru oftast með um 2000 Mah og uppúr.

 

Hvað inniheldur rafrettu vökvi?
1. Propylene Glycol (PG)
2. Vegetable Glycerine (VG)
3. Náttúruleg bragðefni, oftast úr PG
4. Nikótín (ef vökvi er keyptur með nikótíni, annars inniheldur hann bara lið 1-3)
Einnig innihalda einstaka vökvar vatn en það er þó að verða sjaldgæfara eftir því sem þetta þróast

 

Hvernig vökvi hentar mér?
Það fer allt eftir því hvernig græjur þú ert með og hverju þú ert að leitast eftir.
Vökvarnir eru gefnir út með visst PG/VG hlutfall.
Fyrir venjulega clearomizera er ekki gott að hafa of hátt VG magn því þá er vökvinn þykkari og coilin ná ekki að draga vökvann nógu hratt í sig og þá kemur burnabragð.
Sub-ohm tankar eru oftast að notast við um 50/50 PG/VG og uppúr.
Dripperar geta verið að nota allt uppí MAX VG sem er þá mismunandi milli framleiðanda hvort það sé 10/90 eða hreinlega 0/100 PG/VG
Einstaka aðilar geta greinst með óþol eða jafnvel ofnæmi fyrir PG og þá er betra að fara útí græjur sem höndla vel hátt VG og halda sig í sem næst max VG vökvum.
Meiginreglan er sú að hátt PG og lágt VG gefur meira bragð og rífur meira í hálsinn en á móti gefur það minni gufu. en lágt PG og hátt VG gefur meiri gufu en mildara bragð og rífur minna í hálsinn.

 

Er hægt að fá vökva með Nikótíni?
Á Íslandi er ólöglegt að flytja inn og selja rafrettuvökva með nikótíni. 
Hægt er að kaupa nikótínlausann vökva sem hjálpar mikið þegar hætta á að reykja og notast frekar við rafrettur þar sem þú hefur enþá aðgerðina eins og að reykja og færð enþá skýjið sem er þó gufa í stað reyks.
Heimilt er að flytja inn til eigin nota allt að 100ml af rafrettuvökva með nikótíni á 100 daga fresti frá ríkjum innan Evrópusambandsins eingöngu, þar sem nikótín flokkast sem lyf.

 

Eru rafrettur hættulegar heilsunni?
Við getum aldrei sagt að rafrettur séu 100% hættulausar og hafa margar rannsóknir verið gerðar af "óháðum aðilum" þess efnis en erfitt er að taka mark á því sem kemur úr þannig rannsóknum þar sem oft eru þær annaðhvort fjármagnaðar af tópaksframleiðendum eða rafrettuframleiðendum.
Aftur á móti hefur Breska heilsueftirlitið gefið út rannsókn sem að við hér hjá Vökva Vape Shop tökum fullt mark á enda ætti að vera hægt að treysta því að þeim geti ekki verið mútað. Í þeirri rannsókn kom fram að rafrettunotkun er 95% skaðlausari en venjuleg sígarettunotkun og jafnvel er sú tala hærri.
Það er allavega hægt að segja útfrá þeirri rannsókn að rafrettunotkun er mikið skárri kostur en sígarettur og því kjörinn leið fyrir fólk til þess að hætta að reykja!

 

Get ég hætt að reykja með hjálp rafrettu?
Já ekki spurning. Fjölmargir einstaklingar um allan heim hafa hætt að reykja með hjálp rafrettu, þar á meðal eigendur vökvi.net!
Ef þú nærð ekki að hætta að reykja með því  að nota nikótínlausann vökva þá þarft þú að flytja inn sjálf(ur) nikótín vökva frá Evrópusambandsríkjum en taktu þó eftir að hámarkið á innflutning til eigin nota er 100 ml á 100 daga fresti.

 

Get ég hætt að taka í vörina/nefið með hjálp rafrettu?
Fjölmargir hafa hætt að taka í nefið og vörina með hjálp rafrettu en þá er það oftast með hjálp nikótín vökva.

 

Kemur reykur úr rafrettu?
Nei, það kemur gufa úr rafrettu en ekki reykur. Oft ruglar þetta fólk sem þekkir ekki til þessarar tækni þar sem að gufan lýtur út eins og reykur.

 

Hafir þú einhvejrar frekari spurningar sem þú finnur ekki svarið við hérna eða vantar upplýsingar um hvaða vörur henta þér þá skalt þú ekki hika við að senda okkur tölvupóst á icevape@icevape.is og við munum aðstoða þig eftir okkar fremsta megni!
Ekki hika að spyrja ef þú ert ekki viss á einhverju, það er betra að spyrja en að klúðra hlutunum!