0
Hlutir Magn Verð

Skilmálar IceVape er sem hér segir

Við hjá Icevape ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu.
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem verslunin gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum á icevape@icevape.is

Aldurstakmark
Í verslun Icevape og í vefverslun icevape.is er 18 ára aldurstakmark. Við áskiljum okkur rétt til þess að byðja fólk um sönnun um aldur með framvísun löggildra skilríkja með mynd. 
Komist upp um að viðskiptavinur sé að ljúga til um aldur eftir að sala hefur verið framkvæmd í verslun eða á vefnum verður vara ekki afhent og sala endurgreidd að fullu eftir að rætt hefur verið við foreldra eða forráðamann.
Allar tilraunir einstaklinga undir 18 ára aldri til kaupa á vefverslun hvort sem þær pantanir séu greiddar eða ekki, verða tilkynntar til foreldra eða forráðamanna.
Ýtarleg brot gætu leitt til tilkynningar til yfirvalda.

Heimsendingar
Icevape sendir pantanir með Íslandspósti innan 24 klst á virkum dögum frá því að pöntun er greidd. Við munum gera okkar besta að senda út pantanir eins fljótt og hægt er innan þess tíma. 
Sé gengið frá greiðslu um helgi, á frídögum eða seinnipart föstudags fer pöntun í póst næsta virka dag.
Hægt er að velja um 4 afhendingarleiðir við gerð pöntunar og er sendingargjald niðurgreitt að fullu eða að hluta miðað við hvaða valmöguleiki er valinn
1. Sent frítt á næsta pósthús við þig (Eingöngu ef upphæð pöntunar fer yfir 5.000 kr)
2. Sent á næsta pósthús við þig. Verð: 600 kr
3. Sent í heimkeyrslu þar sem það er í boði. Verð: 900 kr
4. Pöntun sótt í verslun Icevape að Strandgötu 9 Akureyri. Verð: Frítt
5. Annað - Þú velur sendingarfyrirtæki og skráir það í "Séróskir" og greiðir sendingarkostnað við afhendingu hjá viðkomandi fyrirtæki. Tildæmis Flugfrakt, Landsflutningar, Flytjandi og þessháttar.

Sé óskað eftir því að láta senda útfyrir landsteina Íslands skal hafa beint samband við okkur í síma eða tölvupósti og ganga frá pöntun þannig.

Greiðslur í vefverslun
Allar greiðslur fara fram í gegnum öruggar greiðslugáttir og geymir Icevape ekki neinar kortaupplýsingar eða lykilorð.
Þú getur valið um að greiða með eftirfarandi leiðum
1. Kredit-/Debetkort - Greitt í gegnum örugga gátt Kortaþjónustunar með annaðhvort kreditkorti eða debetkorti
2. Netgíró - Við sendum vöruna strax, og þú borgar á næstu 14 dögum.
Hér þarf viðskiptavinur að hafa aðgang hjá Netgíró, Með þessari leið færð þú sendann greiðsluseðil í heimabankann þinn sem greiða þarf innan 14 daga. Viðskiptavinur getur dreift greiðslum eftirá í gegnum þjónustuvef Netgíró. 
3. PEI - Við sendum vöruna strax og þú borgar á næstu 14 dögum.
Hér þarf viðskiptavinur að hafa aðgang hjá PEI. Með þessari leið færð þú sendann greiðsluseðil í heimabankann þinn sem greiða þarf innan 14 daga.

Sé óskað eftir að greiða með öðrum leiðum, eins og t.d millifærslu þarf að panta í gegnum síma 6997550

Greiðslur í verslun
Hægt er að greiða í verslun okkar með debetkortum, kreditkortum, pening, Netgíró og Pei. ATH að við tökum ekki við AMEX
Einnig er hægt að greiða með millifærslu og símgreiðslu ef hringt er í verslun í síma 6997550

Hætta við pöntun: 
Viljir þú hætta við pöntun sem gerð var í gegnum vefverslun þá þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst varðandi það.
Við endurgreiðum vöruna að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
ATH að ef hætt er við pöntun eftir að vara er send af stað fæst hún ekki endurgreidd að fullu heldur er upphæðin endurgreidd mínus fullur sendingarkostnaður. Viðskiptavinur borgar einnig kostnað af endursendingu til okkar.

Skilafrestur: 
Viðskiptavinir hafa 14 daga frá kaupdegi til þess að skila vöru ef hún er í óopnuðum pakkningum og pakkningar heilar. 
Innan 14 daga fæst varan endurgreidd að fullu mínus fullur sendingarkostnaður ef við á.
Eftir 14 daga fæst vöru ekki skilað
ATH að vökvum er aldrei hægt að skila undir neinum kringumstæðum þó svo að þeir séu enþá í upprunalegum umbúðum og innsiglaðir.

Villur, gallar og önnur ávöxtun vara

1. Ef við afhendum ranga vöru þá skal hafa samband við okkur. Viðskiptavinur skal senda vöruna til baka til okkar óopnaða á okkar kostnað og við sendum á okkar kostnað rétta vöru til viðskiptavinar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara sé afhend áður en vara er tekin úr pakkningu.

2. Tönkum færst einungis skilað / skipt séu þeir ónotaðir í upprunalegum pakkningum gegn framvísun kassakvittunar.
Þar sem eðli tanka er mjög mismunandi og ekki er hægt að vita hvaða rafhlöðu, kraft eða vökva viðskiptavinir eru að nota hverju sinni er ekki hægt að bera ábyrgð á því hversu lengi einn tankur mun endast hverju og einum. Einnig er ekki hægt að ábyrgjast það að tankur henti viðkomandi einstakling þar sem vape stíll einstaklinga er mismunandi og því getur tankur t.d. lekið hjá einum notanda en ekki öðrum, coil geta enst stutt hjá einum en lengi hjá öðrum. 
Engin ábyrgð er á tönkum en við gerum allt sem við getum til þess að hjálpa þér að finna út hvað veldur vandamálum sem kunnu að koma með tank sem þú kaupir hjá okkur.

3. Ef upp kemur framleiðslugalli í vöru innan 3 mánaða frá kaupdegi, vara er afhend gölluð eða reynist gölluð við fyrstu notkun, skal hafa samband við okkur strax og galli kemur í ljós. Við skoðum vöruna og metum hvort um sé að ræða framleiðslugalla, sem þá flokkast undir ábyrgð, eða utanaðkomandi skemmd svosem eftir högg, raka, ranga meðferð og þessháttar.
Reynist vera um framleiðslugalla að ræða fæst henni skipt fyrir sömu vöru eftir skoðun hjá okkur. Ef eins vara er ekki til á lager fæst sambærileg vara afhent. 
Ef upp kemur einhver bilun eftir 3 mánuði þá er hvert mál skoðað fyrir sig. Við skoðum vöruna og ef við getum ekki fundið út hvað er að þá getum við sent hana til þriðja aðila til skoðunar. Ef þriðji aðili metur það að um framleiðslugalla sé að ræða þá greiðum við skoðunargjaldið hjá þriðja aðila ásamt því að við skiptum vörunni út fyrir eins vöru eða sambærilega.
Ef þriðji aðili metur það að um ranga notkun, slit eða eitthvað annað en framleiðslugalla sé að ræða þá greiðir viðskiptavinur skoðunargjaldið til þriðja aðila.
Skoðunargjald getur rokkað frá 5000-10.000 kr, fer eftir umfangi skoðunar, en verið er að vinna í því að fá fast verð í það.
Vinsamlegast athugið að rafrettur eru neysluvara sem hönnuð er til að endast í 3 mánuði +. Mjög ólíklegt er að framleiðslugalli komi í ljós eftir 3 mánuði enda um mjög einfaldann búnað að ræða þar sem að framleiðslugallar koma í langflestum tilfellum í ljós á fyrstu vikum notkunar.
Hleðslutæki eru með 2 ára ábyrgð á rafmagnshlutum. Slitnir gormar, brotnar festingar og þessháttar flokkast ekki sem framleiðslugalli en við skoðum hvert mál fyrir sig.
Það er á þinni ábyrgð að athuga hvort varan virki eins og hún á að gera frá upphafi.
Coil/brennarar/Hitarar flokkast ekki undir þennan lið, sjá lið 4.
Tankar flokkast ekki undir þennan lið, sjá lið 2

4. Coil, einnig þekkt sem brennarar og hitarar, er ekki hægt að ábyrgjast. ending coila er mjög misjöfn og er auðvelt að skemma þau ef rangt er farið með. En ef coil reynist gallað strax frá upphafi og hægt að sýna frammá það þá er hægt að hafa samband við okkur strax og það kemur í ljós og við skoðum hvert mál fyrir sig.

5. Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana í hendurnar til skoðunar. Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er vara endursend á kostnað viðskiptavinar.

6. Ef varan virkar ekki með "Þinni" vöru sem ekki er keypt hjá okkur en virkar á okkar vörum, telst það ekki galli á okkar vörum. 

7. Við getum aðeins ábyrgst það að vörur sem við seljum passi með öðrum vörum sem við seljum.
Rafrettu markaðurinn er gífurlega stór og fjölbreyttur og er alltaf möguleiki á því að sumar vörur virki illa eða ekki með öðrum vörum. Þetta er sjaldgæft en getur gerst

8. Ódýrari batterí geta verið keyrð út eftir 90 daga í stöðugri notkun og hleðslu. Hleðslubatterí hafa ekki endalausta getu og rýrna með tímanum. Teljir þú vöruna gallaða frekar en útkeyrða þá getur þú sent hana til okkar og við förum yfir hana og metum hvort um sé að ræða galla eða notkun

9. VIð getum ekki ábyrgst brotin gler eða vörur sem sjáanlegt tjón er á, svosem rispur, höggskemmdir, rakaskemmdir og þesshátar.

10. Mjög mikilvægt er að geyma kassakvittun/kvittun frá vefverslun og alla kassa utan af vörum svo hægt sé að vinna með ábyrgðarmál. Sé kassi og kvittun ekki til staðar þá er lítið hægt að gera í ábyrgðarmálum

11. Til að skila til okkar vöru þarf að senda hana til okkar vel innpakkaðri í A pósti á kostnað viðskiptavinar. Einnig þarf að útvega upprunalega kvittun, kennitölu, fullt nafn og símanúmer.  Mjög mikilvægt er að hafa kassan utan af vörunni með, bæði kassa og pakkningu utan um kassann ef á við, t.d. ef vara er með pappa húð utanum kassann með mynd og upplýsingum um græju.
Upplýsingar skulu fylgja með sem útskýra hver ástæða endursendingar er.
Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem verið er að senda til okkar.
VIðskiptavinur greiðir kostnað á sendingum á vörum til okkar en reynist gallinn flokkast undir ábyrgðargalla verður sendingarkostnaðurinn endurgreiddur.
Reynist vara ekki gölluð sendum við vöruna til baka á kostnað viðskiptavinar.

12. Viðskiptavinnir sem reyna að skila klónuðum vörum, þ.e vörum sem eru eftirlíkingar eða vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum og seljum frá, munu fá vöruna endursenda til sín á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla við okkur á vefsíðu okkar né í verslun og málið meðhöndlað sem vörusvik samkvæmt lögum.

Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera ósanngjarnt eða óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara en ef svo verður mun tilkynning vera gefin út í fréttahorni á síðu þessari og á samfélagsmiðlum.