0
Hlutir Magn Verð

Um okkur

Icevape er sérvöruverslun sem selur vape vörur (rafrettur) og vörur þeim tengdum.
Verslunin er staðsett í Strandgötu 9, 600 Akureyri og er einnig með vefverslunina icevape.is

Icevape er rekið af:
VVS EHF
KT: 5910160160
VSK: 126211

Sagan okkar

Icevape er sérvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á vape vörum og vökvum.

Við seljum hágæða veipur (rafrettur) og vökva í þær. Við kappkostum við að bjóða uppá bestu mögulegu þjónustuna og berjumst við að hafa verðin eins góð og við mögulega getum.

Verslunin er rekin af VVS EHF sem er í eigu Hjalta Ásgeirssonar

Reksturinn hófst þann 10. Október 2015 og var til að byrja með mjög lítill og féllst aðalega í því að flytja inn og selja eina gerð vape penna og nokkra vökva fyrir vini, fjölskyldu og vinnufélaga Hjalta. 
Innan mánaðar fór vefverslun í loftið sem bar nafnið Vökvi.net og bættist hægt og rólega í úrvalið sem á leið.

12. Júní 2016 var fyrsta almenna verslunin opnuð í Hafnarstræti 97 á Akureyri og var þá nafninu breytt úr Vökvi.net í Vökvi Vape Shop

27. Febrúar 2017 flutti verslunin sig í betra og flottara húsnæði að Strandgötu 9 á Akureyri og er þar til húsa í dag.

1. Maí 2017 var síðan hafist handa við að breyta nafni á versluninni úr Vökvi Vape Shop í Icevape og heitir verslunin það í dag, Ný og mikið öflugari vefverslun var á sama tíma tekin í notkun undir léninu icevape.is

Þrátt fyrir breytingar á nafni búðarinnar þá er verslunin enþá rekin á sömu kennitölu VVS EHF
Nafnabreyting átti sér stað meðal annars vegna þess að ekki gekk að eignast lénið vökvi.is, nafnið passaði ekki nægilega vel við búðina að mati eiganda og nafnið var ekki nægilega gott í samskiptum við byrgja og framleiðendur.