Allt að 15% magnafsláttur af völdum vörumVerslaðu meira fyrir minna
Uwell Crown 5 Kit
Fullt verð
14,800 kr
Sparaðu -14,800 kr
Crown 5 kittið er nýjasta viðbótin í Crown línuna frá Uwell. Moddið sjálft er ótrúlega fallega hannað og þæginlegt í hendi. Það tekur 2 x 18650 og fer frá 5 wöttum í 200 wött. Tvær stillingar eru í boði, það er venjulega watta stillingin og svokölluð hitastilling sem er aðalega fyrir fólk sem er að smíða sín eigin brennara. Til að flakka á milli þessara tveggja stillinga þarf aðeins að ýta 3x á skot-takkan þá fer annaðhvort POW eða TCR merkið að blikka og geturu þá notað + eða - takkan til að flakka á milli stillinga. Kittið kemur einnig með Crown 5 tankinum sem er einnig nýjasta útfærslan úr Crown tanka línunni. Crown tanka línan hefur verið lengi í gangi hjá Uwell og hefur hver Crown tankur verið mun betri en sá fyrri. Þetta skiptið hafa þeir endurbætt coilin sín enn betur og er toppurinn á tankinum núna undir svokölluð gormaþrýsting (spring loaded) sem á að sporna enn betur en áður við því að tankurinn leki. Crown 5 kittið er ótrúlega vel og fallega hannað með litasamsetningu í huga á bæði tank og moddi. Við mælum sterklega með þessu nýja moddi frá Uwell fyrir þá sem eru að leita sér að nýrri Sub-Ohm græju.
ATH! Ef að húð á batterí er rifin á einhverjum stað eða batterí er dældað/skemmt, þá skal hætta notkun á batteríinu strax og koma með niður í Icevape (eða í næstu vape búð) til skoðunar! Oft er hægt að bjarga batteríum með því að skipta um húð á þeim. Skemmd batterí geta valdið miklu tjóni og eru á ábyrgð eiganda þeirra.
Pakkinn inniheldur:
1x Uwell Crown 5 mod
1x Uwell Crown 5 tank
1x UN2 0.23Ohm coil ( í tankinum)
1x UN2-2 0.3Ohm coil (Dual coil)
1x Auka gler
1x Aukahluta poki
1x USB-C kapall
1x Munnstykkjahlíf
1x Notendahandbók
Ýtarlegri upplýsingar um Crown 5 moddið:
Framleiðandi: Uwell
Gerð: Crown 5
Týpa: Box mod
Stærð: 8.62 x 5.3 x 2.62 cm
Volta stilling: 0.7 - 8.0V
Watta stilling: 6 - 200W
Hita stilling: 100° - 315°C
Viðnám: 0.1 - 3.0 Ohm
Skjár: TFT
Þræðing: 510
Batterí: Tekur 2x 18650 FYLGIR EKKI Hægt er að kaupa 18650 batterí hér: Batterí og hleðsludokkur
Hleðsla: Batterí tekin úr og hlaðin með hleðsludokku, hægt er að hlaða með snúru í neyð en við mælum ekki með því! Hægt er að fá hleðsludokku hér: Batterí og hleðsludokkur
Varnir: Ofnotkunarvörn, Lágviðnámsvörn, Ofhitnunarvörn og Skammhlaupsvörn.