Leiðbeiningar fyrir sönnun á aldri

Til þess að sanna aldur þinn hér á vefverslun þarft þú að búa til aðgang á síðunni (Nauðsynlegt til þess að geta pantað), og í því ferli sendir þú inn nafn, kennitölu og mynd af þér haldandi á skilríkjum.

Við munum bera saman þessar upplýsingar við þjóðskrá til þess að staðfesta að allt stemmir.

Myndin sem þú hleður upp má ekki vera stærri en 3mb og þarf að vera mjög skýr svo augljóslega sést í andlit þitt, myndina af þér á skilríkjunum og kennitölu á skilríkjunum. 

Sé mynd ekki nægilega góð verður haft samband við þig þegar þú pantar og þú beðin(n) um að senda okkur betri mynd.

Þér er velkomið að fela viðkvæmar upplýsingar á skilríkjunum ef þörf er á svo lengi sem að það sést í mynd og kennitölu.

Þetta ferli þarf aðeins að gera einusinni ef vel er gert.

Í einstaka tilfellum þá gæti annað kerfi í bakenda okkar túlkað pöntun sem falska pöntun útfrá breyttri staðsetningu og fl. atburðum. Í því tilfelli færð þú tölvupóst þar sem þú ert beðin(n) um að senda inn skilríki aftur. Ef slíkt gerist þá þarf einfaldlega að senda inn mynd aftur í gegnum það kerfi og má það vera sama mynd.