Breytinar á markaði - Nikótínvökvar
Þann 1. mars síðastliðinn tók gildi ný lög um rafrettur og vörur þeim tengdum.
Mikil vinna hefur farið í aðlögun að þessum lögum og mun sú vinna halda áfram á komandi vikum og mánuðum.
Ofaná þessa miklu vinnu bætist síðan aðlögunarferli hjá bæði seljendum sem og neytendum og ber þar helst að nefna aðgengi að nikótínvökvum.
Þessi póstur mun einblína á nikótín mál og þær breytingar sem bæði eru byrjaðar og eru framundan.
Starfsfólk Icevape vill byrja á því að fullvissa fólk um að þetta kann að hljóma slæmt en eftir létt aðlögunarferli þá verður þetta betra fyrir alla. Við munum gera allt sem við getum til þess að láta þessar breytingar hafa sem minnst áhrif á veipara landsins.
Hingað til hefur verið ólöglegt að selja vökva með nikótíni á Íslandi, en nú er málum aðeins öðruvísi háttað í þeim efnum.
Héðan í frá mun vera heimilt að selja vökva með nikótíni sé búið að samþykkja þá á markað hér á landi af Neytendastofu.
Það ferli getur tekið allt að 6 mánuði og er kostnaðarsamt fyrir verslanir og framleiðendur en auðvitað mun hellingur af vökvum vera skráðir.
Töluvert magn af vökvum er núþegar í skráningarferli eða að hefja skráningarferli og því mun úrval af forblönduðum nikótínvökvum aukast töluvert á komandi vikum og mánuðum.
Þá munu vökvar fást tilbúnir í stöðluðum styrkjum, þó mismunandi hvaða styrkir eru í boði í hvaða vökvalínum.
Staðlaðir styrkir eru 3mg, 6mg, 12mg og 18mg.
Þeir sem nota t.d. 9mg geta þá keypt sér 1x 6mg og 1x 12mg og blandað þeim saman til helminga til þess að vera með 9mg vökva.
Sumir vökvar verða því miður ekki skráðir hér á landi, og er það vegna ýmissa ástæðna.
Það getur þá helst verið vegna þess að þeir eru ekki skráðir í Evrópu fyrir eða þá
Þeir vökvar verða þá annaðhvort fluttir inn sem svokallað "Shortfill" eða þá hreinlega að einhverjir þeirra hætta í sölu.
Shortfill merkir að vökvinn er ekki í fullri flösku. Sem dæmi þá eru 25ml af vökva þá í 30ml flösku, 50ml vökvar í 60ml flösku og 100ml í 120ml flöskum.
Þetta er gert til þess að hægt sé að nota svokölluð Nic Shots eða Nikótínskot
Nikótínskot er bragðlaus blanda af VG og PG með 18mg sterku nikótíni í sem að fólk kaupir með Shortfill vökvum (eða fær afhent með þeim) sé óskað eftir því.
Fólk fær þá vökvann nikótínlausann og blandar svo nikótínskotinu við til þess að fá nikótín í vökvann.
Þessu fylgir viss takmörkun þar sem að það tekur sem dæmi heila 10ml af nikótínskoti í 50ml af vökva til þess að fá 3mg styrk í vökvann.
Meira magn af nikótínskotum þarf til að ná vökvum svo í 6mg, 9mg og 12mg en sjá má nánari útlistun á hve mikið af nikótínskotum þarf í hvaða stærðir hér neðst í póstinum.
Því meira af nikótínskotum sem viðkomandi blandar út í vökva þeim mun minna bragð verður af vökvanum og því er það heldur augljóst að neytendur sem nota sterkara en 6mg munu margir hverjir þurfa annaðhvort að finna sér nýjann vökva úr þeim línum sem eru skráðar og koma forblandaðar til landsins eða þá að þeir þurfa að breyta um vape-stýl og fara í öðruvísi græjur til þess að lægri nikótín styrkur henti.
Þó þetta sé mögulega smá ómak fyrir einhverja þá höfum við hjá Icevape fulla trú á því að okkar viðskiptavinir aðlagist þessu með glæsibrag líkt og þeir milljónir sem veipa í evrópu hafa gert í þeirra heimalöndum.
Hafir þú einhverjar spuringar um þetta mál þá skalt þú ekki hika við að heyra í okkur í tölvupósti, á Facebook eða hér á netspjallinu.
Hér má svo sjá hversu mikið magn af nikótínskotum þarf fyrir hverja lokaútkomu af nikótíni.
Eins og sést þá þarf full mikið magn af nikótínskotum til þess að komast yfir 6mg.