Algegnar spurningar varðandi nikótínpoka
Hvað eru nikótínpokar?
Nikótínpokar er tóbakslaus nikótín lausn fyrir fólk til að venja sig af tóbaksnotkun.
Nánari upplýsingar má finna hér: Hvað eru nikótínpokar
Er aldurstakmark á nikótínpokum?
Já það gildir sama aldurstakmark hjá okkur fyrir nikótínpoka eins og fyrir aðrar nikótínvörur. Aldurstakmarkið er 18 ára.
Eru nikótínpokar ávanabindandi?
Nikótín er ávanabindandi efni og innihalda nikótínpokarnir nikótín.
Þar af leiðandi er um að ræða ávanabindandi vöru og mælum við eingöngu með því að fólk sem er núþegar háð nikótíni notist við þessar vörur til þess að draga úr eða hætta tóbaksnotkun.
Fyrir hverja eru nikótínpokar?
Pokarnir eru hugsaðir fyrir fólk sem vill venja sig af tóbaksnotkun, hvort sem það er sígarettur, munntóbak, neftóbak eða annað tóbak.
Einnig hentar það vel fyrir fólk sem vill skipta úr öðrum nikótíngjöfum líkt og nikótín tyggjó eða álíka.
Hverjir eiga ekki að nota nikótínpoka?
Þessi vara er ekki ætluð einstaklingum undir 18 ára aldri, barnshafandi konum, einstaklingum sem hafa ekki við nikótín fíkn að stríða eða fólk sem er með hjarta eða æða sjúkdóma.
Eru nikótínpúðar og nikótínpokar það sama?
Já þetta er sami hluturinn, bæði orðin eru gild fyrir þessa vöru, en nikótínpokar eru bein þýðing af enska nafninu "Nicotine Pouch"
Varan er ný á markaði hér á landi og því skiptar skoðanir á hvort nafnið á að nota, en við hér hjá Icevape kjósum frekar að nota Pokar en Púðar.
Hvernig á að geyma nikótínpoka?
Mikilvægt er að geyma pokana þar sem börn ná ekki í þá eða sjá til þeirra.
Það þarf ekki að geyma þá í kæli. Það er gott að geyma þá við stofuhita þar sem rakastig og hitastig er frekar stöðugt.
Gott er að geyma til lengri tíma á dimmum stað.
Sumir kjósa að geyma vöruna í kæli til að gera hana ferskari fyrir notkun en það er persónubundið.
Hve lengi endast nikótínpokar?
Í lokuðum umbúðum við góð skilirði er endingartíminn frá pökkun 1 ár.
Það er ekkert sem kemur í veg fyrir notkun umfram þann tíma en virkni og bragð gæti dofnað eftir1 ár.
Eftir að dollan hefur verið opnuð er mælt með að nota innihaldið innan 2ja vikna áður en bragð og styrkur fer að dofna.
Eru nikótínpokar öruggir?
Ekkert í heiminum er 100% öruggt.
Ekki hefur enn fundist slæmar aukaverkanir af notkun á nikótínpokum, en fólk getur fundið fyrir eymslum í tannholdi / vörum við notkun í einstaka tilfellum.
Einnig skal varast að borða pokana þar sem slíkt getur valdið ólgum og óþægindum í meltingarfærum.
Það hrökk ofan í mig poki, hvað á ég að gera?
Í flestum tilvikum þarftu ekki að hræðast það að innbyrgða pokan óvart.
En að gleypa pokan getur valdið svima, ógleði, uppköstum og almennri vanlíðan.
Sértu hræddur um áhrif pokans innra með þér skaltu fara strax til læknis með tilheyrandi umbúðir af vörunni og láta skoða málið frekar.