Hvað eru nikótínpokar?

Nikótínpokar er 100% tóbakslaus nikótínvara, einnig þekkt sem nikótínpúðar.
Pokarnir eru settir undir vörina, oftast efri vörina og gefa neytendanum nikótínskammt eftir óskum hverju sinni.

  • Nikótínpokar eru tiltögulega ný vara en hefur þó nú þegar náð miklum vinsældum í Evrópu og Bandaríkjunum.
  • Pokarnir koma í mismunandi nikótínstyrk og brögðum.
  • Tilvalið fyrir þá sem vilja draga úr eða hætta tóbaksnotkun, hvort sem er sígarettur eða aðrar gerðir tóbaks.
  • Tilvalið fyrir þá sem ekki ná að hætta tóbaksnotkun með hjálp annara tóbakslausra nikótín lausna.
  • Hægt að nota hvar sem er án þess að ónáða aðra.
  • Sérstök losunarhólf er á dósunum fyrir notaða poka svo hægt er að losa hvar sem er á hreinlegan máta.
  • Pokarnir eru hvítir og lita ekki tennur

Gildandi lög um nikótínpoka.

Nikótínpokarnir falla ekki undir reglugerðir um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki þar sem um tóbakslausa vörur eru að ræða. Enn sem komið er hefur ekki verið sett sérstök löggjöf um nikótínpoka og falla þeir því ekki undir neinar sérstakar reglugerðir eða lög.

Búast má við að sérstök lög verði sett um þessa vöru á næstu 2-3 árum, bæði í Evrópu sem og á Íslandi.

Við hjá Icevape fylgjumst grant með gangi mála og munum aðlaga okkar verkferla og þjónstu í samræmi við þau lög sem kunna að vera sett hverju sinni. Við munum ávalt vera reiðubúin að vinna með Íslenska ríkinu og heilbrigðisyfirvöldum til þess að bjóða vöruna á öruggan og ábyrgan máta.