Barátta við Alþingi

Síðustu dagar hafa verið mjög fjörugir, stressandi og spennandi, en á þingi hefur verið heit umreiða um vape frumvarpið!
Samstaða veipara var gífurlega góð og tóku stjórnmálamenn vel eftir mótspyrnu okkar!

Við hjá Icevape erum gífurlega stolt af þessum árangri okkar allra í vape menningu Íslands og þökkum kærlega fyrir ykkar hjálp.

Frumvarpið hefur tekið gífurlegum breytingum frá því í gær þökk sé mörgum góðum (og sumum síður góðum) breytingartillögum sem samþykktar voru á þingi.

Nú er frumvarpið uppsett þannig að hægt er að vinna með það og bitnar það minna á neytendum, þó enn sé langt í land þangað til að þetta verði fullkomið!

Hér má sjá PDF skjal þar sem frumvarpið er sett upp eftir bestu getu eins og það mun ca. líta út eftir að það hefur verið endurunnið af Alþingi með samþykktum breytingartillögum

https://icevape.is/skrar/pdf/frumvarp-eftir-adra-umraedu.pdf

Grænt = Tilvísanir í breytingar ásamt hvort hafi verið samþykkt eða fellt
Gult = Nýtt í frumvarpi 
Rautt = Tekið úr frumvarpi

Við leyfum ykkur að fylgjast með framvindu mála, en búast má við að frumvarpið muni fara í 3ju umræðu mjög fljótlega og telja sérfræðingar það mjög líklegt að það muni fara í gegn í þessari mynd.


Þú gætir einnig haft áhuga á

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post