Aldurstakmark

Hjá Icevape er mjög strangt 18 ára aldurstakmark og á það bæði við um í verslun sem og hér í vefverslun.

Samkvæmt 7. gr 2. kafla í lögum nr. 87 25. júní 2018, Þingskjal 1267, segir:
"Rafrettur og áfyllingar má hvorki selja né afhenda börnum. Bann þetta skal vera öllum ljóst þar sem rafrettur og áfyllingar eru seldar. Leiki vafi á um aldur kaupanda rafrettna eða áfyllinga getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára. 
     Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja rafrettur og áfyllingar. "

Hægt er að sjá lögin hér: Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur

Unglingar og börn undir 18 ára aldri sem eru staðin að því að reyna að komast framhjá þessari reglu verða tilkynnt til foreldra og verða vörur ekki afhentar.
Ef þörf er á endurgreiðslu fer það eingöngu í gegn með samþykki foreldra á þann reikning sem foreldrar samþykkja.
Ef að foreldrum virðist vera sama um brot barnsins síns mun málið vera tilkynnt til barnaverndar og/eða lögreglu.

Einnig viljum við benda á að ef aðili notar annara manna kennitölu þegar pantað er á netinu eða fölsuð skilríki flokkast slíkt sem skjalafals skv. lögreglu.
Samkvæmt 155. gr. hegningarlaganna getur slíkt brot leitt til fangelsisvistar og/eða sektar.

TIl þess að ganga úr skugga um að viðskiptavinir okkar hafi náð 18 ára aldri og til þess að stuðla gegn því að aðilar undir 18 ára aldri geti verslað sér rafrettur og hluti þeim tengdum þá er beðið um sönnun á aldri bæði í vefverslun og í verslun.

Í verslun er slíkt gert með því að aðili sýnir frammá aldur sinn með því að sýna frammá löggild skilríki með mynd. Ekki er tekið við skilríkjum án myndar enda flokkast slíkt ekki sem lögleg skilríki.

Í verslun þurfa þeir sem líta út fyrir að vera undir 30 ára að sýna skilríki til þess að fá að vera inni í verslun. Sé það ekki hægt þá er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að yfirgefa verslunina. Undanþága fyrir því að yfirgefa verslunina er veitt ef viðkomandi er með foreldra í versluninni.

Í vefverslun er notast við þá leið að viðkomandi verður að búa til aðgang hjá okkur þar sem gefið er upp nafn og kennitala. Þegar aðgangur er búinn til þá er kennitölu flett upp í þjóðskrá til að athuga hvort hún stemmi við nafnið sem notað er og hvort aðili sé þá orðinn 18 ára. Ef svo reynist þá er eingöngu sent á eiganda þess aðgangs og því örugt að varan fer í hendur þess sem er orðinn 18 ára eða eldri.

Í vefverslun er þetta aðeins flóknara heldur en í verslun þar sem að við getum ekki séð viðskiptavini okkar augliti til auglitis, og því þurfa allir þeir sem nota okkar vefverslun að fara í gegnum þrefalt öryggiskerfi til þess að staðfesta aldur sinn.

1. Viðkomandi er tjáð strax og hann/hún fer á vefverslun okkar að hún sé eingöngu ættluð 18 ára og eldri og er viðkomandi þar beðin(n) um að staðfesta aldur sinn eða yfirgefa svæðið. 
Þessi vörn er mjög takmörkuð en gefur þó strax til kynna hvað er í vændum.

2. Viðkomandi getur ekki verslað sér af vefverslun nema með því að búa fyrst til aðgang. Þegar viðkomandi býr til aðgang þá þarf að rita þar nafn og kennitölu sem síðan er borið saman í samræmi við þjóðskrá.
Þegar viðkomandi pantar þá skoðum við svo hans aðgang og förum yfir hvort að kennitala og nafn stemmir ásamt því að við skoðum hvort að heimilisfang stemmi við uppgefið heimilisfang í þjóðskrá.

3. Einnig erum við með uppsett kerfi sem að skynjar það ef eitthvað er grunsamlegt, eins og ef að aðgangur er notaður á óvenjulegan máta, á öðrum stað en venjulega, aðrar upplýsingar en venjulega og ýmislegt annað sem kerfið fer yfir þegar pöntun er gerð. Ef að kerfið telur að þess sé þarft, þá mun það senda tölvupóst á eigendur Icevape með upplýsingum um slíkt, ásamt því að senda tölvupóst á þann sem pantar um að staðfesta kaupin með því að sína okkur skilríkin sín á mynd þar sem viðkomandi heldur á skilríkjum  þannig að það sést í andlit viðkomandi, mynd á skilríki og kennitölu á skilríki.
Sé það ekki gert þá fer pöntun ekki úr húsi.

Ef að einhver vafi leikur á því að viðkomandi sé 18 ára eða eldri útfrá þessum skrefum þá er málið skoðað nánar af eigendum Icevape og haft verður samband við viðkomandi fyrir frekari sannir.

Með þessu leggjum við hjá Icevape okkar að mörkum til þess að halda rafrettum, vökvum og vörur tengdum rafrettum úr höndum unglinga og barna.

Séu einhverjar spurningar varðandi þessa stefnu okkar, verkferla og þessháttar er sjálfsagt mál að heyra í okkur og við útskýrum málið nánar fyrir þér.