Afhendingar

Við höfum nú uppfært afhendingarmáta í samræmi við breytta stöðu í Covid-19 málum. Ekki er lengur farið eftir tilboðum sem voru í gildi meðan að faraldurinn var sem öflugastur hér á landi.

Heimsending Akureyri, póstnúmer 600 og 603
Þú pantar í vefverslun, við keyrum pöntuninni heim til þín.

 • Verð: 600 kr. 
 • Afhent samdægurs ef pantað er fyrir klukkan 16:00
 • Ef pantað er eftir klukkan 16:00, um helgar eða á rauðum dögum fer pöntun í heimsendingu næsta virka dag.
 • Eingöngu í boði á virkum dögum
 • Heimsendingar eru keyrðar út milli klukkan 16:30 til 18:00
 • Ef ekki tekst að afhenda pöntun fer hún aftur niður í verslun og verður klár til afhendingar þar daginn eftir.
 • Ef þessi tími hentar illa er hægt að hringja í síma 699-7550 og óska eftir öðrum tíma.

Heimsending með Íslandspósti

 • Það er á ábyrgð kaupanda hvort að heimsending sé í boði á skráðu heimilisfangi eða ekki.
 • Ekki er endurgreitt ef valið er heimsending þar sem hún er ekki í boði. 
 • Ef heimsending er ekki í boði á skráðu heimilisfangi fer pöntunin á næsta pósthús.
 • Pöntunin þín verður send með Íslandspósti beint heim til þín þar sem slík þjónusta er í boði. Annars fer hún á næsta pósthús við þig.
 • Ef viðskitpavinur er ekki heima þegar pöntun kemur fer hún á næsta pósthús.
 • Þar sem "Pakki Landpóstur" er í boði verður notast við slíkt (sem dæmi nærsveitungar við Selfoss og fl.)
 • Pantanir sem berast eftir klukkan 15:30 á virkum dögum eða um helgar og á frídögum, fara á pósthús næsta virka dag!
 • Verð: 1.290 kr. á pöntunum undir 7.000 kr.
 • Verð: 690 kr.  á pöntunum frá 7.000 kr. upp í 14.000 kr.
 • FRÍTT þegar pantað er fyrir meira en 14.000 kr!

Sent á næsta pósthús með Íslandspósti

 • Pantanir sem berast eftir klukkan 15:30 á virkum dögum eða um helgar og á frídögum, fara á pósthús næsta virka dag!
 • Pöntunin þín er send á næsta pósthús við þig með Íslandspósti.

 • Verð: 990 kr. á pöntunum undir 4.000 kr.
 • Verð: 500 kr. á pöntunum frá 4.000 kr. upp í 7.000 kr.
 • FRÍTT þegar pantað er fyrir meira en 7.000 kr.

Pöntun sótt í Icevape, Strandgötu 9 Akureyri.

 • Þú sækir pöntunina þína til okkar á opnunartíma verslunar.

 • Verð: Frítt!

Við kappkostum við það að halda vöruverðinu hjá okkur eins lágu og mögulega hægt er í þessu hagkerfi okkar hér á Íslandi og því er ómögulegt að bjóða uppá fría heimsendingu á öllum pöntunum án þess að tapa á hluta þeirra.

Sem dæmi, ef að viðskiptavinur pantar eitt gler á 500 krónur, þá kostar okkur að meðaltali um 1.000 krónur að senda umrætt gler og auðséð að frí heimsending myndi aldrei ganga í þeim viðskiptum.

Við höfum því sett saman plan fyrir sendingarkostnað sem er sanngjarnt fyrir bæði þig sem viðskiptavin og okkur sem verslun.