Afhendingar

Sérstakt afhendingarskipulag hefur verið virkjað í samræmi við viðbragðsáætlun 2 hjá Icevape vegna Covid-19.

Þú getur séð viðbragðsáætlun Icevape sökum Covid-19 hér

Á meðan Covid-19 faraldurinn stendur yfir verða eftirfarandi afhendingarleiðir í boði!

Heimkeyrsla Akureyri, póstnúmer 600 og 603
Þú pantar í vefverslun, við hringjum í þig og finnum tíma sem hentar til þess að koma pöntuninni til þín, heim eða í vinnuna!

  • Verð: 500 kr. ef pantað er fyrir minna en 2.000 kr.
  • FRÍTT ef pantað er fyrir 2.000 kr. eða meira!

Heimsending með Íslandspósti
Pöntunin þín verður send með Íslandspósti beint heim til þín þar sem slík þjónusta er í boði. Annars fer hún á næsta pósthús við þig.
Ef viðskitpavinur er ekki heima þegar pöntun kemur fer hún á næsta pósthús.
Þar sem "Pakki Landpóstur" er í boði verður notast við slíkt (sem dæmi nærsveitungar við Selfoss og fl.)

  • Verð: 1.290 kr á pöntunum undir 7.000 kr.
  • FRÍTT þegar pantað er fyrir meira en 7.000 kr! (var áður 14.000)

Sent á næsta pósthús með Íslandspósti
Pöntunin þín er send á næsta pósthús við þig.

  • Verð: 990 kr. á pöntunum undir 7.000 kr.
  • FRÍTT þegar pantað er fyrir meira en 7.000 kr.

Pöntun sótt í Icevape, Strandgötu 9 Akureyri.
Þú sækir pöntunina þína til okkar á opnunartíma verslunar.

  • Verð: Frítt!

 

ATH! UPPLÝSINGAR HÉR FYRIR NEÐAN ERU VENJULEGAR AFHENDINGAR OG ERU EKKI Í GILDI Á MEÐAN VIÐBRAGÐSÁÆTLUN VEGNA COVID-19 ER VIRK!

Við kappkostum við það að halda vöruverðinu hjá okkur eins lágu og mögulega hægt er í þessu hagkerfi okkar hér á Íslandi og því er ómögulegt að bjóða uppá fría heimsendingu á öllum pöntunum án þess að tapa á hluta þeirra.

Sem dæmi, ef að viðskiptavinur pantar eitt gler á 500 krónur, þá kostar okkur að meðaltali um 1.000 krónur að senda umrætt gler og auðséð að frí heimsending myndi aldrei ganga í þeim viðskiptum.

Við höfum því sett saman plan fyrir sendingarkostnað sem er sanngjarnt fyrir bæði þig sem viðskiptavin og okkur sem verslun.

Neðangreindur verðlisti er miðaður við það að við sendum á næsta pósthús við þig með Íslandspósti

Sé pantað fyrir 1-4.000 krónur.
Sendingarkostnaður: 1.000 krónur - Sent á næsta pósthús við þig.

Sé pantað fyrir 4.000-7.000 krónur.
Sendingarkostnaður: 500 krónur - Sent á næsta pósthús við þig.

Sé pantað fyrir 7.000-14.000 krónur.
Sendingarkostnaður: Frítt - sent á næsta pósthús við þig

Sé pantað fyrir 14.000 krónu eða meira.
Sendingarkostnaður: Frítt - sent heim að dyrum þar sem það er í boði.

Allar sendingar eru sendar með Íslandspósti í rekjanlegum sendingum á næsta pósthús við þig nema þegar verslað er fyrir meira en 14.000 krónur þá sendum við frítt heim að dyrum sé það í boði á þínu póstnúmeri.


Hér áður fyrr var hægt að velja þann möguleika að fá sendinguna beint heim að dyrum með því að borga aukalega en í of mörgum tilfellum þá valdi fólk þann möguleika en bjó svo á stað sem það var ekki í boði. Þessvegna var sá valmöguleiki tekinn út.