Ný lög taka gildi í dag, 1. Mars 2019

Í dag, 1. Mars 2019, taka gildi ný lög um rafrettur hér á Íslandi.

Hvað þýðir það? Hvernig hefur það áhrif á neytendur? Hvað mun gerast á næstu vikum/mánuðum?
Þessi póstur er ættlaður til þess að varpa ljósi á ýmsar vangaveltur og spurningar sem að veiparar hafa útaf þessum lögum.

Nýju lögin má finna á vef Alþingis má finna hér: Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur

Algjör óþarfi er á því að hafa áhyggjur af komandi tímum vegna þeirra breytinga sem væntanlegar eru.
Þetta er smá aðlögunarferli sem verður lítið mál að komast yfir.
Áður en við vitum af þá verður gamla kerfið gleymt og grafið.

Um hvað snúast nýju lögin?
Í stuttu máli þá eru lögin sett að mestu leiti í takt við TPD löggjöf evrópusambandssins, þannig að mjög margt verður hér eins og það er úti í flestum evrópu ríkjum, þó með nokkrum breytingum.

Eins og staðan er í dag þá eru þetta aðal punktarnir.

  • 18 ára aldurstakmark skráð í lög.
    - Hingað til hafa verslanir verið að setja sínar eigin aldurstakmarks reglur en nú er aldurstakmark orðið skylda með lögum.
  • Engin stærðar takmörk á vökvum og tönkum
    - Í mörgum ríkjum Evrópu þá er hámarks stærð tanka 2ml, og hámarks stæðr vökva með nikótíni 10ml. Slíkt á ekki við hjá okkur enn sem komið er.
  • Skráningarskylda á vörum.
    - Græjur, tankar, vökvar með nikótíni, og ýmsar vörur tengdar vape tækninni þarf að skrá til neytendastofu með 6 mánaða fyrirvara. Slík skráning ber 75.000 kr skráningargjald og er óheimilt að selja vörur sem ekki eru samþykktar í þessu skráningarferli sem og vörur sem ekki hefur verið sótt um.
  • Hámarks styrkur á vökvum 20mg.
    - Einn af góðu punktunum við þessi lög er sá að nú loksins verður löglegt að selja vökva með nikótíni á Íslandi, það er þó með vissum takmörkunum, svo sem 20mg hámarks nikótín styrk og vökvar með nikótíni þurfa að hafa verið skráðir á Íslandi. Nikótínlausir vökvar eru ekki skráningarskyldir.
  • Sýnileiki á vörum.
    - Einungis er heimilt að hafa vape vörur til sýnis í sérvöruverslunum. Verslanir eins og sjoppur, matvöruverslanir, bensínstöðvar og fl. staðir sem að selja vape vörur meiga því ekki hafa vöruna sýnilega líkt og með tóbak meðan að sérvöruverslanir meiga hafa vöruna sýnilega fyrir sína viðskiptavini.
  • Skattur á rafrettur.
    - 0,9% af brúttósölu rafrettna skal renna til líðheilsusjóðar
  • Fleiri atriði lagana og nánari útlistun má finna á vef Alþingis

Hvaða áhrif hefur þetta á neytendur?

  • Neytendur munu nú geta löglega keypt vökva með nikótíni ef hann hefur verið skráður, eða keypt 0mg vökva og nikótín skot til þess að fá nikótín í þann vökva.
  • Því miður munu sumir neytendur þurfa að finna sér nýja vape græju / tank, þar sem að erfitt getur verið að finna t.d. coil (hitara/brennara) í þeirra búnað. Ekki eru allar græjur skráðar á Íslandi og því ekki örugt að þín græja sé skráð.
  • Minna vöruúrval er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara laga sökum skráningargjalds og mögulega þeirra ástæðna að margar vörur sem nú hafa verið til sölu á Íslandi hafa ekki verið skráðar í Evrópu og bera því ekki svokallað EC-ID (kennitölu) sem þörf er á að hafa til skráningar á vöru hér á landi.
  • Möguleiki á hækkun á vissum vöruverðum til að standa skil af kostnaði við skráningar og skatta þó óvíst er að taka þurfi til slíkra aðgerða. Verslanir munu auðvitað gera hvað sem þær geta til þess að komast hjá verðhækkunum og er eitt af þeim skrefum að skrá ekki vörur sem að fáir einstaklingar notast við þar sem að slíkt mun ekki borga sig í mörgum tilfellum.
  • Einstaklingar undir 18 ára aldri eru nú að stuðla að lögbroti með því að reyna að versla sér rafrettur og aukahluti/vörur þeim tengdum. 
    Einstaklingar sem versla rafrettur og aukahluti/vörur þeim tengdum fyrir aðila undir 18 ára aldri eru frá og með 1. Mars 2019 að brjóta lög.
  • Margar vörur sem að fólk vill. t.d. viss vökvabrögð og fl. mun ekki vera hægt að fá í verslunum.
  • vissan hluta vökva verður erfitt að fá í styrkleikum hærri en 6mg.

Hvað mun gerast á næstu vikum mánuðum?

  • Vöruúrval mun minnka töluvert í verslunum með tilliti til vissra bragðefna, rafrettna gerða, tanka gerða og coila.
  • Vöruúrval á nikótínvökvum mun aukast töluvert á komandi vikum og mánuðum.
  • Svokallaðir "Shortfill" vökvar munu aukast töluvert þar sem viðskitpavinur kaupir nikótínlausan vökva ásamt nikótín skoti og blandar því saman sjálfur eða fær starfsmann í verslun til að blanda fyrir sig.
  • Ef að ný vara kemur á markað þá getur liðið allt að 6 mánuðir þar til hún kemur í sölu á Íslandi frá því hún er skráð í evrópu. Þó má búast við því að þetta ferli muni taka töluvert styttri tíma en 6 mánuðir er hámarks tími.
  • Ekki allar nýjar vörur á heimsmarkaði munu vera skráðar hér á landi. 

Nokkrar algegnar spurningar varðandi löggjöfina og svör við þeim.

  • Mun græjan mín vera ólögleg?
    - Nei, það er enginn að fara að skipta sér af því hvaða græju þú ert með, eingöngu er óheimilt að flytja inn eða selja vörur sem ekki eru skráðar á Íslandi.
  • Munu verslanir loka?
    - Það er erfitt að svara fyrir allar verslanir en mjög ólíklegt þykir að helstu vape verslanir landsins munu loka vegna þessara laga.
    Einstaka minni verslanir gætu átt í vandræðum vegna auka kostnaðar þó erfitt sé að gera sér grein fyrir rekstrargengi annara verslana.
    Mikil og góð samvinna hefur verið og mun vera í gangi meðal vape verslana á Íslandi varðandi skráninga á vörum og aðra vinnu í kringum þessi lög.
  • Mun ég geta fengið áfram aukahluti eins og coil og gler í græjuna mína?
    - Í sumum tilfellum verður erfitt/ómögulegt að fá aukahluti í græjur ef þær verða ekki skráðar hér á landi því miður. 
  • Hvernig get ég vitað hvort að varan mín sé skráð eða ekki?
    - Listi yfir þær vörur sem eru skráðar á Íslandi mun von bráða birtast á vef neytendastofu. Einnig getur þú spurt næstu vape verslun hvort að vara sé í skráningarferli og þeir geta komist að því fyrir þig.
  • Verður uppáhalds vökvinn minn áfram fáanlegur?
    - Það ver mikið eftir því hvernig vökvinn er. Ef hann er í barnalegum eða villandi umbúðum þá er mjög líklegt að hann verði ekki lengur fáanlegur.
    Ef að vökvi er ekki skráður þá gæti verið erfitt að fá þinn vökva í sterkara en 6mg nikótínstyrk.
  • Afhverju verður mín græja ekki skráð?
    - Margar vörur eru ekki með svokallað EC-ID (Kennitölu) og því ekki hægt að skrá hér á landi. Einnig þarf að horfa til fjölda annara atriða þegar ákvörðun um skráningu á vöru á Íslenskan markað er tekin, svo sem hversu algeng varan er á markaðinum, hve lengi varan hefur verið á markaði, hve örugg varan er og fl. í þeim dúr.


Ertu með fleiri vangaveltur varðandi lögin sem ekki fékst svarað hér?
Ekki hika við að spyrja sérfræðinga í þinni vape verslun!


Þú gætir einnig haft áhuga á

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post