Skilaboð frá eiganda Icevape til viðskiptavina okkar

Kæru viðskiptavinir.

Mjög mikill áróður hefur verið í gangi síðastliðnar vikur varðandi rafrettur í kjölfar veikinda sem komið hafa upp í Bandaríkjunum.

Mig langar hér með til þess að útskýra stöðu mála fyrir ykkur og hvetja ykkur til þess að hafa samband ef það er eitthvað sem er óljóst eða ef þið hafið spurningar.

Strax í upphafi þessa fjölmiðla umræðu hefur verið nokkuð ljóst hvað væri í gangi ef að fólk gefur sér tíma til þess að skoða máli í stað þess að lesa bara fyrirsagnir.

Staðan nú orðin slæm þar sem að margir fjölmiðlar og einstaka háttsettir aðilar hafa ekki áhuga á því að kynna sér málið og halda áfram að dæla út fölskum upplýsingum og hræðsluáróðri.

Í stuttu máli, þá eru engar vísbendingar um að venjulegir, löglegir rafrettuvökvar, hvort sem er með nikótíni eða nikótínlausir séu að valda veikindum eða dauðsföllum.
Augljóslega á eftir að klára rannsókn á þessu máli og vil ég fullvissa okkar viðskitpavini sem og landsmenn alla um að ef upp kemur að einhver vara sem er í sölu hjá okkur kunni að tengjast veikindum, þó slíkt sé gífurlegra ólíklegt, munum við hiklaust taka umrædda vöru úr sölu og innkalla hana. 

Allar vörur sem við seljum eru af hæsta gæðaflokki og berum við fullt traust til þeirra framleiðanda sem við seljum frá.

Á sama tíma langar mig að gera eitthvað sem heilbrigðisyfirvöld virðast eiga í vandræðum með, og það er að vara alla við að notast við vörur af svarta markaðnum, þá sérstaklega THC hylki. Algengasta nafnið sem tengist veikindunum eru svokallað DANK Thc hylki sem við vörum sérstaklega við.

Borið hefur á töluverðri hræðslu meðal þeirra sem hafa skipt yfir í vape úr sígarettum og hafa margir snúið sér aftur að sígarettunum.
Vil ég því benda á að landlæknir hefur ítrekað að slíkt eigi fólk ekki að gera enda rafrettur mikið skaðaminni en sígarettur.
Sumir hafa þó hætt allri notkun, bæði fyrir og eftir að þessi umræða hófst, og óska ég þeim einstaklingum innilega til hamingju og vonast til að þeir nái að halda sig það sem eftir er frá öllu nikótín tengdu.

Ýtarlegri upplýsingar - hvað vitum við og hvað er hægt að gera?
FDA (U.S. Food and drug administration) hefur nú loksins gefið út staðfestingu á því sem við í vape bransanum höfum haldið fram frá upphafi, en öll spjót þar á bæ beinast nú að hættulegum aukaefnum í svarta markaðs vörum í Bandaríkjunum, þá aðalega í ólöglegum THC kannabis hylkjum/vökvum.
FDA hefur nú loksins hafið að vara fólk við notkun á vörum af svarta markaðnum og þá aðalega THC vörum.
Í mörgum þeirra THC hylkja sem búið er að rannsaka hefur fundist E-vítamín olía sem er mjög hættuleg heilsunni þegar henni er andað að sér.
Þessi olía sest inná lungnaveggina og smitast fitu-agnir í framhaldinu út í blóðrásina.
Einnig hefur fundist í mörgum af þessum svarta markaðs THC vökvum aðrar fitu-olíur sem geta valdið skaða ásamt því að skordýraeitur hefur fundist í þeim sem veldur miklum efnaskaða á lungum ef hitað upp og andað að sér ásamt öðrum eiturefnum sem hættuleg eru inntöku.

Tilkynning frá FDA um málið

Engin af þessum efnum eða olíum hefur fundist í löglegum rafrettuvökvum!

FDA varar við því að kaupa vörur af svarta markaðnum, og þá aðalega THC vökva, eða bæta einhverjum auka efnum af svarta markaðnum útí vörur sem keyptar eru í löglegum verslunum. Ég tek undir þessa yfirlýsingu og vara fólki við notkun á þessum svarta markaðs vörum!

Embætti landlæknis hefur nú einnig gefið út þá yfirlýsingu að landlæknir telur að banna eigi bragðefni í rafrettur til þess að sporna gegn notkun ungmenna á rafrettum. 
Icevape berst hart gegn þeirri ákvörðun þó við séum sammála því að sporna þurfi gegn notkun og aðgengi ungmenna.
Hef ég því ásamt forsvarsmönnum stærstu vape búða landsins óskað eftir formlegu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld til þess að finna aðrar leiðir.
Er það sameiginleg skoðun okkar sem og þeirra sem til þekkja að slíkt bann mun eingöngu auka svarta markaðs brask með bragðbætta rafrettuvökva sem mun bæði auðvelda ungmennum aðgengi að þeim vörum sem og auka hættuna á að við vökvana verði bætt óæskileg efni líkt og er að gerast með hin alræmdu svarta markaðs THC hylki í Bandaríkjunum.

Við þökkum stuðninginn sem verslunin hefur fengið í gegnum þessa aðsókn að okkar markmiði að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkum.
Það er gífurlega ánægulegt að sjá hve margir okkar viðskiptavina sjá í gegnum þennan lygavef sem hefur náð að myndast í kringum þessi veikindi.

Icevape mun halda áfram allri baráttu um bætt aðgengi fullorðinna einstaklinga eins lengi og hægt er.
Ef einhverjar spurningar vakna þá getið þið haft samband við mig beint á netfangið hjalti@icevape.is

Kær kveðja
Hjalti Ásgeirsson
Eigandi
Icevape ehf.


Þú gætir einnig haft áhuga á

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post