Viðbragðsáætlun Icevape vegna Covid-19!

Kæru viðskiptavinir

Sökum ástandsins í þjóðfélaginu þessa dagana vegna Covid-19 faraldursins höfum við hjá Icevape nú virkjað annað skref í viðbragðsáætlun okkar með öryggi og heilsu viðskiptavina okkar og almennings í huga.

Fyrsta skref í viðbragðsáætlun Icevape er sem hér segir: 
(Tók gildi 21. febrúar 2020)

  • Aðgengi að handsótthreinsi fyrir starfsmenn og viðskiptavini aukið til muna
  • Svæði sem notuð eru mikið sótthreinsuð og þrifin oftar yfir daginn
  • Merkingar settar upp sem óska eftir því að viðskiptavinir noti handspritt fyrir notkun á testbar (fór í hönnun, prent og upp á vegg stuttu síðar)
  • Starfsmenn hafa varann á og hreinlæti í lagi við meðhöndlun á vörum viðskiptavina.

Annað skref í viðbragðsáætlun Icevape er sem hér segir:
(Tók gildi 13. mars 2020)

  • Testbar verður tekinn úr notkun til þess að sporna gegn smithættu
  • Byrjað að bjóða upp á sérstaka heimkeyrslu á vefverslunarpöntunum á Akureyri, póstnúmer 600 og 603 - Frítt á pöntunum yfir 2.000 kr. en 500 kr. gjald tekið fyrir pantanir undir 2.000 kr.
  • Heimkeyrsla á vegum Íslandspósts bætt, hægt að velja það núna sérstaklega, og þröskuldur fyrir upphæð pantana sem fá fría heimkeyrslu lækkaður úr 14.000 kr niður í 7.000 kr.
  • Sótthreinsun í verslun aukin til muna. allir fletir sem snertir eru af viðskiptavinum sótthreinsaðir að lámarki 1x á klukkustund.
  • Viðskiptavinir hvattir til þess að nota vefverslun eins og hægt er.

ATH! Við skiljum að margir viðskiptavinir verða eflaust heldur ósáttir við þá ákvörðun að taka niður testbarinn, en þetta er gert með heilsu viðskiptavina, starfsmanna og almennings í heild í huga.

Rætt var við heilbrigðisyfirvöld og Heilbrigðiseftirlitið á norðurlandi varðandi þessa ákvörðun og var sú ákvörðun tekin að taka testbarinn úr umferð sökum ástandsins sem nú er í gangi. 

Þriðja skref í viðbragðsáætlun Icevape er í þróun, enda ungt fyrirtæki sem hefur ekki þurft að notast við viðbragðsáætlanir af þessum toga áður.

Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir skilninginn á þessum ákvörðunum.

Fyrir hönd Icevape ehf.
Hjalti Ásgeirsson
Forstjóri


Þú gætir einnig haft áhuga á

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post