Breyttur opnunartími og bætt afhendingarþjónusta

Kæru viðskiptavinir

Þessa dagana erum við öll að upplifa furðulega og erfiða tíma sökum Covid-19 faraldursins. Mig langar að byrja á því að óska ykkur öllum heilsu og velferðar í þeirri baráttu sem framundan er.

Ég vil fullvissa ykkur um að starfsfólk Icevape mun ávallt aðstoða alla okkar viðskiptavini með topp þjónustu sama hvaða breytingar eiga sér stað nú eða á komandi vikum.
Við erum hér fyrir ykkur öll, svo ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem hægt er að gera fyrir þig.

Likt og önnur fyrirtæki á Íslandi þá verðum við að taka ýmsar ákvarðanir til þess að gæta að heilsu viðskiptavina okkar og starfsmanna, ásamt rekstrarumhverfi fyrirtækisins og atvinnu okkar starfsfólks.

Næsta skref í þessu ferli okkar er að stytta opnunartíma verslunarinnar lítillega og taka eftirfarandi breytingar gildi strax, það er frá og með föstudeginum 27. mars.

Nýr opnunartími er sem hér segir:

  • Virkir dagar: 11:30 - 18:30
  • Laugardagar: 13:00 - 18:00
  • Sunnudagar: 13:00 - 17:00

Ég hef fulla trú á því að viðskiptavinir okkar sýni þessum breytingum skilning en augljóslega gæti slík breyting komið niður á einstaka aðilum. 
Gott er þó að hafa í huga að ef núverandi opnunartími hentar ekki þá er ávallt hægt að nýta sér heimsendingarþjónustu okkar á Akureyri sem er án kostnaðar ef pöntun er yfir 2.000 krónum.

Ný þjónusta við afhendingu pantana

Til þess að takmarka þörf viðskiptavina við að fara inn í verslanir, höfum við nú gert enn betur og bætt við afhendingarþjónustu okkar enn frekar.
Nú getur fólk sem velur að sækja til okkar pantanir úr vefverslun hringt í síma 699-7550 þegar mætt er á svæðið og við komum út með pöntunina þína, 
Við getum rétt þér pöntunina inn um gluggan á bifreiðinni eða lagt hana við framrúðuna og farið aftur inn, hvort sem hentar þér betur.

Hvað annað hefur verið gert.

Líkt og áður hefur komið fram þá gætum við augljóslega að öllu hreinlæti og sóttvörnum ásamt því að við höfum tekið testbarinn okkar úr umferð og sett upp varúðar merkingar.
Einnig höfum við verið að bjóða upp á fría heimsendingu á Akureyri á pöntunum yfir 2.000 krónum ásamt heimsendingu með Íslandspósti hvert á land sem er og hafa þær auka þjónustur verið vel nýttar af viðskitpavinum okkar.

Við höfum tekið eftir gífurlega miklum skilning frá viðskiptavinum okkar á öllum þessum breytingum og erum við ykkur endalaust þakklátir fyrir það.

Að lokum vil ég hvetja ykkur öll til þess að fara varlega, halda ykkur heima eins og hægt er og notast við þær viðbótaþjónustur og snertilausu afhendingar sem í boði eru.
Saman getum við barist gegn þessum óþverra.

Fyrir hönd Icevape ehf.
Hjalti Ásgeirsson


Þú gætir einnig haft áhuga á

Skoða allt
Example blog post
Example blog post
Example blog post