Tilboð
ATH!!! Við erum að vinna í nýju útliti!
Tilboðskerfin eru ekki öll komin í gagnið eða fullkláruð en við erum á fullu að virkja þau og fínpússa.
Við munum setja öll tilboðskerfi hingað inn jafn óðum og þau eru klár
Hjá Icevape eru ýmiskonar tilboð í gangi hverju sinni.
Hér á þessari síðu er að finna öll þau tilboð sem eru virk eða hægt er að nálgast, og hvort þau séu í boði í verslun, vefverslun eða bæði.
Við bendum á að suma afslætti er bara hægt að nýta í vefverslun á meðan að aðra er eingöngu hægt að nýta í verslun.
Kemur þetta niður á svipuðum stað fyrir alla okkar viðskiptavini en sökum þess að um er að ræða 2 mismunandi afgreiðslukerfi þá er ekki hægt að bjóða uppá öll tilboð bæði í verslun og vefverslun.
Við erum þó að vinna í því að geta boðið jafnt fyrir alla en eins og staðan er núna er það ekki hægt því miður.
**Magnafsláttur - Vefverslun**
Afsláttur: 10-15%
Gildir í: Vefverslun og verslun
Lýsing:
Magnafsláttur reiknast á hvern vöruflokk þar sem við á.
Sem dæmi, ef að þú setur 3 mismunandi shortfill vökva í körfuna þá virkjast magn afsláttur, burtséð frá framleiðanda.
En ef þú setur 2 shortfill og 1 salt vökva þá eru það 2 mismunandi vöruflokkar og reiknast ekki afsláttur á það.
Magnafsláttur reiknast sjálfkrafa í vörukörfu og er þar hægt að sjá nákvæmlega hversu mikið er sparað, hve mikið þarf að bæta við af hverjum vöruflokk til að virkja næsta þrep afsláttar og þessháttar.
ATH að það eru ekki allir vöruflokkar með magnafslátt.
Eftirfarandi flokkar eru með magnafslátt:
*Vökvar - Shortfill
*Vökvar - Salt
*Vökvar - Forblandaðir
*Coil (Brennarar)
**Snapchat / Instagram afsláttur - Verslun**
Afsláttur: 5%
Gildir í: Verslun
Lýsing:
Allir viðskiptavinir okkar sem sýna frammá það að þeir fylgja okkur á Instagram eða Snapchat fá 5% afslátt af öllum vörum nema tilboðsvörum.
**Verið er að skoða hvort að hægt sé að virkja þennan afslátt í vefverslun en sökum magnafsláttar kerfis þá er það ekki hægt eins og er.
**Vökvi dagsins - Verslun** -- EKKI VIRKT EINS OG ER
Afsláttur: 20%
Gildir í: Verslun
Lýsing:
Getur verið annað hvort venjulegur vökvi eða salt nic vökvi, tjahh.. eða bæði!
Vökvi dagsins er valinn af handhófi hvern morgun af starfsmönnum Icevape.
Eingöngu er hægt að versla vökva dagsins í verslun okkar og er hann á 20% afslætti
Tilkynnt er um hver vökvi dagsins er á Snapchat hverju sinni.
Einnig tilkynnium við oft um vökva dagsins á Instagram og Facebook story.
**Verið er að skoða hvort að hægt sé að virkja þennan afslátt í vefverslun en sökum magnafsláttar kerfis þá er það ekki hægt eins og er.